Aðfangadagur 2007

Þetta er smá samantekt á seinustu mánuðum.... mega mega mega mikið búið að vera gerast, eða bara, allt að gerast...
Fyrsti og annar ársfjórðungur 2007 fóru í vinnu frá níu til fimm og svo læra frá sex til ellefu. alla daga, alltaf.
ég var komin með ALGERT ógeð og var alltaf þreytt. alltaf.
en það að vinna var vissulega öðruvísu og spes.
allt í einu mála ég mig á hverjum morgni og fer í hæla. finnst sléttbotna varla koma til greina og hvað þá að fara út áður en ég er buin að setja upp "andlitið", jeminn. mjög sérstakt.
en vinna er öðruvísi. það er ekki skóli. það er ekki að sofa út þegar það hentar mér og heilir dagar í náttfötum borðandi popp og 70% súkkulaði. eða gallabuxur. vinnan er ekki gallabuxur.
en vinnan er frí um helgar og öll kvöld. með vinnu kom lika ný vinkona.
vinnan er líka nærandi hlið pæju-siggu sem er búin að kaupa sér átján nýja kjóla á þessu ári sérstaklega fyrir vinnuna. ég er ekki frá því að ég hafi líka fjárfest í níu nýjum skópörum og kannski fimm yfirhöfnum... það er svo fyrir utan skyrtur og peysur og slíkt. sokkabuxur, það er nu annað. ég fer í gegnum par annan hvern dag, skiptir varla máli þó það séu 60 den. kræst!
en já, helmingur árs var kreisí kreisí og ég var ALLTAF þreytt og lúllaði löngum stundum ein á suðurgötunni..
svo kom þriðji ársfjorðungur og þá fóru hlutirnir að gerast.
ég flutti inn á hverfisgötuna með henni Jónu Dögg minni. ég í fyrsta sinn flutti í fullorðins íbúð. jóna á svo margt fallegt og fullorðins að mitt herbergi virkar eins og unglinga herbergi með sínum magic eight-balls og superman bangsa og skrýtnu myndum...
jóna mín er eins og mamma númer tvö sem passar að þvo minn þvott þegar hún er að þvo sinn og hellir upp á kaffi á morgnanna og passar allta að það sé hreint og fínt og við eigum nóg af þrifdótaríi og fínum ostum.. alveg magnað að verða svona fullorðin allt í einu...
annað sem er i frasögur færandi....
Garðar broðir bauð mér Justin Timberlake í Köben og það var MAGNAÐ!
ég var gersamlega orðlaus eftir tónleikana.. og kannski pinu drukkin...
áfram hélt vinnan i mikilli sumar og sólarblíðu.
svo sem ekki margt að segja sérstaklega um sumarið nema það að ég hafi fjárfest í gönguskóm sem einmitt komu sér vel þegar tók að hausta...
Loksins loksins kom seinasti ársfjórðungurinn og þá loksins foru hjólin að snúast!
Rússland, útskrift, bretland, finnland, tuttuguogfimm ára afmæli, þyrluflug og nyr kærasti til að kóróna þetta allt saman.
Nýtt ár er ekkert nema spennandi og mun ég kannski pósta áramótaheitin hér upp.. sjáum til...

- sem hlakkar til nýs árs og kveður hitt gamla með bros á vör-
2 ummæli:
hæ Sigga þetta er Tania! datt í hug að segja hæ.
Flottur kall!
tannsahjáhotmail.com á msn
Ætlar þú barasta aldrei að blogga aftur?
Kv. Sunna óþolinmóði blogglesandi
Skrifa ummæli